Ávöxtun og skipting eignasafns

Hrein eign samtryggingardeildar, séreignardeildar og tilgreindrar séreignar Birtu lífeyrissjóðs var samtals 571.551 milljónir króna í árslok 2021. Hrein nafnávöxtun eignasafnsins var 15,2% á árinu sem samsvarar 9,9% hreinni raunávöxtun.

Ávöxtun og skipting eignasafns samtryggingardeildar

Hrein eign samtryggingardeildar Birtu var 549.755 milljónir króna í árslok 2021. Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildarinnar var 15,4% á árinu sem samsvarar 10,1% raunávöxtun

Myndin sýnir vöxt eigna samtryggingardeildar á árinu 2021. Í upphafi árs stóðu eignir í 472.090 milljónum króna. Þá námu iðgjaldagreiðslur á árinu 2021 18.615 milljónum króna. Á móti var greiddur lífeyrir að fjárhæð 14.197 milljónir króna. Nettóinnflæði til deildarinnar nam því 4.418 milljónum króna á árinu. Þá námu hreinar fjárfestingartekjur yfir þetta tímabil 74.023 milljón króna og rekstrarkostnaður 776 milljónum króna. Í árslok 2021 stóð hrein eign deildarinnar í 549.755 milljónum króna og hækkaði því á milli ára um 77.666 milljónir króna eða um 16,5%.

Vöxtur eigna og ávöxtun árið 2021

Ávöxtun samtryggingardeildar 2021

Hrein nafnávöxtun
15,4%
Hrein raunávöxtun
10,1%
Fjöldi virkra sjóðfélaga
16.192
Árið 2021

Hlutfall helstu eignaflokka í árslok 2021

Súluritið sýnir hlutfallslega skiptingu helstu eignaflokka samtryggingardeildar Birtu í árslok 2021. Hlutdeild verðbréfaeignar og innlána í erlendri mynt af heildareignum deildarinnar nam 36,8% í árslok 2021

Nafn- og raunávöxtun helstu eignaflokka samtryggingardeildar Birtu 2021

Taflan sýnir nafn- og raunávöxtun helstu eignaflokka samtryggingardeildar á árinu 2021

Nafnávöxtun Raunávöxtun
Skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs 7,1% 2,2%
Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga 8,2% 3,2%
Skuldabréf lánastofnana 8,0% 3,1%
Skuldabréf fyrirtækja 7,4% 2,4%
Fasteignaveðtryggð skuldabréf 6,4% 1,5%
Innlend hlutabréf 35,3% 29,0%
Erlend hlutabréf 19,2% 13,7%
Sérhæfðar fjárfestingar 25,8% 19,9%

Samanburður eignaflokka 2021 og 2020

Taflan sýnir hlutfallslega skiptingu helstu eignaflokka samtryggingardeildar Birtu og fjárhæðir þeirra, annars vegar í árslok 2021 og hins vegar í árslok 2020

Í árslok 2021 Í árslok 2020
Hlutfallsleg skipting Í milljónum kr. Hlutfallsleg skipting Í milljónum kr.
Innlán 2,5% 13.578 1,7% 8.031
Ríkisskuldabréf 15,7% 86.145 16,4% 77.071
Skuldabréf sveitarfélaga 3,1% 17.202 3,6% 16.873
Skuldabréf lánastofnana 1,4% 7.851 1,8% 8.583
Skuldabréf fyrirtækja 5,8% 31.619 6,2% 28.987
Fasteignaveðtryggð skuldabréf 17,1% 93.482 21,7% 101.893
Innlend hlutabréf 16,6% 85.344 12,5% 58.623
Erlend hlutabréf 30,1% 170.627 29,9% 140.574
Sérhæfðar fjárfestingar 7,6% 41.516 6,3% 29.493
Þar af erlendar eignir 36,8% 200.318 34,4% 162.194

Helstu eignaflokkar innlendra skuldabréfa

Skífuritið sýnir hvernig skuldabréfaeign samtryggingardeildar Birtu skiptist í mismunandi eignaflokka í árslok 2021. Vægi eignaflokkana nam samtals 43,2% af eignasafninu. Þá var verðtryggingarhlutfall viðkomandi bréfa 78,9% í árslok 2021

Ávöxtun og skipting eignsafns séreignardeildar

Hrein eign séreignardeildar var 19.561 milljón króna í árslok 2021 og jókst um 1.819 milljónir króna frá fyrra ári. Þá námu lífeyrisgreiðslur deildarinnar 779 milljónum króna á árinu 2021

Sjóðurinn býður upp á þrjár mismunandi sparnaðarleiðir í séreignardeild. Þær eru innlánsleið, skuldabréfaleið og blönduð leið. Í blönduðu leiðinni eru bæði skuldabréf og hlutabréf á meðan eignir skuldabréfaleiðarinnar eru nánast eingöngu skuldabréf auk lítils hluta innlána. Þá eru eignir innlánsleiðarinnar, eins og nafnið gefur til kynna, einungis innlán.

Nafn- og raunávöxtun leiðanna á árinu 2021 ásamt 5 og 10 ára meðaltali hreinnar raunávöxtunar má sjá hér fyrir neðan.

Séreignardeild árið 2021

Ávöxtun og skipting eignasafns tilgreindrar séreignar

Hrein eign tilgreindrar séreignar var 2.234 milljónir króna í árslok 2021 og jókst um 672 milljónir króna frá fyrra ári. Þá námu lífeyrisgreiðslur deildarinnar 36 milljónum króna á árinu 2021.

Nafn- og raunávöxtun leiðarinnar á árinu 2021 ásamt 5 ára meðaltali hreinnar ávöxtunar má sjá hér fyrir neðan.

Tilgreind séreign árið 2021

Tilgreind séreign er sérstök tegund séreignarsparnaðar. Þar geta sjóðfélagar valið að ráðstafa allt að 3,5% skylduiðgjaldsins í séreignarsjóð. Innistæða í tilgreindri séreign er eign þess sem leggur hana fyrir og um hana gilda sömu reglur og um hefðbundna séreign hvað íslensk erfðalög varðar, þ.e. tilgreind séreign erfist við fráfall.

Frá og með áramótum 2021/2022 geta sjóðfélagar Birtu í tilgreindri séreign valið á milli þriggja sparnaðarleiða er taka mið af aldri, eignastöðu og viðhorfi til áhættu. Þetta eru sömu sparnaðarleiðir og tilheyra hinni hefðbundnu séreign, þ.e. hrein innlánsleið, skuldabréfaleið og blönduð leið skuldabréfa og hlutabréfa.