Í árslok 2021 voru lán til sjóðfélaga um 64,5 milljarðar króna en voru 71,1 milljarður árið áður. Þetta eru um 11,3% af heildareignum sjóðsins borið saman við 14,5% árið áður. Vanskil sjóðfélagalána í árslok 2021 námu 7,7 milljónum króna og eru það 0,012% sjóðfélagalána og hafa vanskil aldrei verið minni. Uppgreiðslur lána jukust á árinu en greidd voru upp 717 lán að fjárhæð 8,7 milljarða króna samanborið við 707 lán að fjárhæð 6,7 milljarða króna árið áður.
Á árinu 2020 var komið til móts við sjóðfélaga sem lentu í greiðsluerfiðleikum vegna COVID-19 heimsfaraldurs og boðið var upp á skilmálabreytingar sem fólu í sér tímabundna greiðslufresti í þeim tilvikum sem sú leið var óhjákvæmileg. Í lok árs 2021 var öllum þeim greiðsluúrræðum lokið, það voru 3 sjóðfélagalán með tímabundin greiðslufrest um áramót og fjárhæð frystra lána var 80,9 milljónir króna.
Af veðlánum til fyrirtækja voru 17 lán með tímabundin greiðslufrest um áramót, fjárhæð frystra lána voru um 880 milljónir króna eða um 3,04% af útistandandi veðlánum til fyrirtækja um áramót.