Iðgjöld

Skyldusparnaður leggur grunn að lífinu eftir starfslok og tryggir ævilangan lífeyri og áfallalífeyri. Skylduiðgjald er lögbundið lágmark sem greiða skal í lífeyrissjóð. Það er nú 15,5% og skiptist í 4% eigið framlag launafólks og 11,5% framlag launagreiðanda.

Þróun fjölda sjóðfélaga og iðgjaldagreiðslur samtryggingardeildar

Launamenn, atvinnurekendur og þeir sem stunda sjálfstæða starfsemi skulu greiða iðgjöld í lífeyrissjóð frá 16 ára til 70 ára aldurs. Aðild að Birtu lífeyrissjóði byggist á ákvæðum kjarasamninga stéttarfélaga, aðild fyrirtækja eða á almennum forsendum. Í sjóðnum eru launamenn sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum og/eða byggja starfskjör sín á kjarasamningum stéttarfélaga. Þeim er líka heimil aðild sem hvorki eru bundnir kjarasamningum tengdra stéttarfélaga né njóta ráðningarbundinna starfskjara sem byggð eru á kjarasamningum en óska eigi að síður eftir aðild að sjóðnum.

Í árslok 2021 áttu 99.730 manns réttindi í samtryggingardeild Birtu lífeyrissjóðs. Á árinu 2021 greiddu 18.192 iðgjald til samtryggingardeildar en 18.205 árið 2020. Virkir sjóðfélagar voru 16.192, það er að segja þeir sem greiddu að jafnaði iðgjöld til sjóðsins með reglubundnum hætti í mánuði hverjum. Alls greiddu 6.061 launagreiðendi iðgjöld og námu iðgjaldagreiðslur til samtryggingardeildar 18.449 milljónum króna að meðtöldum réttindaflutningi og endurgreiðslum. Framlag ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði nam 166,2 milljónum króna á árinu.

Fjöldi greiðandi sjóðfélaga
2021
2020
Fjöldi virkra sjóðfélaga
2021
2020

Iðgjaldagreiðslur til séreignardeildar og tilgreindrar séreignardeildar

Á árinu 2021 námu iðgjaldagreiðslur til séreignardeildar, fyrir réttindaflutninga og endurgreiðslur, 910 milljónum króna. Það er 4,8% aukning frá fyrra ári. Iðgjaldagreiðslur til tilgreindrar séreignardeildar, fyrir réttindaflutninga og endurgreiðslur, námu 512 milljónir króna á árinu 2021.

Fjöldi rétthafa í séreignardeild
2021
2020
Virkir rétthafar í séreignardeild
2021
2020
Skipting iðgjalda
eftir atvinnugreinum
Sérhæfð byggingarstarfsemi13,71%
Bygging húsnæðis, þróun bygginga9,75%
Opinber stjórnsýsla8,76%
Sala, viðgerðir og viðhald á vélum6,08%
Framleiðsla á málmvörum4,93%
Heildverslun4,85%
Smásöluverslun4,46%
Rafmagns-, gas- og hitaveitur4,37%
Veitingasala og þjónusta3,34%
Matvælaframleiðsla2,98%
Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum2,90%
Þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni2,57%
Framleiðsla málma2,56%
Starfsemi arkitekta og verkfræðinga2,45%
Viðgerðir og uppsetning vélbúnaðar og tækja1,75%
Annað24,54%
20 stærstu greiðendur
til Birtu lífeyrissjóðs
Atvinnuleysistryggingarsjóður
Ríkissjóður Íslands
Marel hf.
Rarik ohf.
Rio Tinto á Íslandi hf.
Samskip hf.
Landsvirkjun
Kaupfélag Skagfirðinga
Veitur ohf.
Fæðingarorlofssjóður
Norðurál Grundartangi ehf.
Samkaup hf.
N1 ehf.
Brimborg ehf.
Ístak hf.
Byggingarfélag Gylfars/Gunnars hf.
Sýn hf.
Securitas hf.
Míla ehf.
Íslenskir aðalverktakar hf.